Skipt yfir allan völlinn / skipt yfir hálfan völlinn


Skipt yfir allan völlinn

Þegar riðinn er allur völlurinn er einnig hægt að skipta um hönd með því að ríða yfir völlinn eftir skálínu frá fyrsta vendipunkti langhliðar gegnum X og beint að skástæðum vendipunkti langhliðarinnar á móti.

Þegar ytri bógur hestsins nemur við fyrri vendipunktinn er beygt inn á skálínu og þegar komið er yfir hinum megin á ytri bógur hestsins (þá hin hliðin, því skipt hefur verið um hönd) að nema við þann vendipunkt.

Hornin á að ríða eins og þegar riðinn er allur völlurinn.

 


Skipt yfir hálfan völlinn

 

Eins og þegar skipt er yfir allan völlinn nema nú er riðin skálína frá fyrsta vendipunkti langhliðar á miðpunkt hinnar langhliðarinnar. Skipt um hönd.