Undirbúningur fyrir bauga: Ferhyrningur

Áður en við förum að ríða bauga eða slöngulínur og halda hestinum lengur á boginni línu er rétt að sýna honum ferhyrning.

Ferhyrningurinn gefur okkur kost á að beygja hestinn og rétta hann síðan af lofa hestinum að finna gott jafnvægi og ganga markvisst fram.

Markmiðið er að hesturinn finni og haldi jafnvægi og því má setja beinar línur inn í allar æfingar frekar en að halda hestinum beygðum ef hann heldur ekki góðu jafnvægi.

Þetta er ráðlegt á meðan við höfum takmarkaðar ábendingar og hestinn ekki við taum.